Viðmið UMHV3UH05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu hugtökum og viðfangsefnum umhverfishagfræðinnar               
  • helstu umhverfisstjórnunartækjum sem notuð eru                    
  • tilgangi þess að nota aðferðir eins og Mat á umhverfisáhrifum og Vistferilsgreiningu                 
  • innsýn yfir stofnanir og fyrirtæki sem vinna að mati á umhverfinu  

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:        

  •  lesa efni um umhverfismál á gagnrýninn hátt        
  •  skilja mikilvægi samvinnu í umhverfismálum        
  •  meta virði umhverfisins byggt á fyrirliggjandi gögnum og beinum athugunum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:      

  •  skilja umræðu og hugtök tengd umhverfishagfræði og geti beitt hugtökum í umræðu               
  •  taki ábyrga og gagnrýna afstöðu til umhverfismála og geti rökstutt þá afstöðu á skýran hátt      
  •  hafa öðlast heildstæða mynd af vanda sem ógnar framtíð jarðar og mikilvægi alþjóðavæðingu atvinnulífsins í þessum málaflokki 
Síðast uppfært: 06.02.2018