Viðmið UMHV2UM05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:        

 • þekkingu á hringrásum jarðar                 
 • þekkingu á sögu umhverfisumræðu og helstu hugtökum umhverfisfræðinnar     
 • skilningi hugmyndafræði sjálfbærrar þróunnar               
 • þekkingu helstu hugtökum og viðfangsefnum umhverfissiðfræðinnar        
 • þekkingu á helstu orkugjöfum í heiminum               
 • innsýn yfir stofnanir og fyrirtæki sem vinna að umhverfismálum         
 • þekkingu á helstu umhverfisvandamálum, hnattrænum og hérlendum, sem við er að glíma              
 • þekkingu á grundvallaratriðum Ríó-yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og Dagskrár 21               
 • þekkingu á alþjóðlegri samvinnu varðandi umhverfismál                          
 • þekkingu á stefnumótun Íslands í ýmsum málum sem tengjast umhverfisvernd                 
 • þekkingu á því hvað felst í grænum lífsstíll s.s. neyslu og neysluhyggju, umhverfis- og sanngirnismerki, flokkun og endurvinnslu og samgöngum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:                      

 •  lesa efni um umhverfismál          
 •  nýta þekkingu sína í mismunandi fögum (landafræði, jarðfræði, félagsfræði, líffræði) í umhverfisfræði               
 •  skilja mikilvægi samvinnu í umhverfismálum             
 •  tengja saman siðferðisvitund og vitund um orsakir og afleiðngar af gerðum mannsins    
 •  flokka sorp og skipuleggja endurnýtingu                     
 •  nýta kunnáttu sína í umhverfisfræði til að meta eigin lífsstíl

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:  

 •  skilji umræðu og hugtök tengd umhverfismálum 
 •  taki ábyrga og rökstudda afstöðu til umhverfismála    
 •  sýni ábyrgð í eigin umgengni við náttúruna 
 •  hafi útsjónarsemi til að aðlaga lífstíl sinn að grænum lífsstíl 
Síðast uppfært: 06.02.2018