Stærðfræði á félagsfræðabraut

Áfangar í stærðfræði í MS


STÆR1GR05(ms) – Grunnáfangi í stærðfræði

Aðalmarkið áfangans er að vekja áhuganemandans á stærðfræði og hagnýtingu hennar. Í áfanganum er lögð megináhersla á grunnatriði í stærðfræði. Fengist verður við að skoða og vinna með tölur úr daglegu lífi, fréttum og fjölmiðlum. Áhersla verður lögð á að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð.

STÆR2HR05(ms) - Hnitakerfi og rúmfræði

Kynning á hlutföllum, prósentum,vaxtareikningi, jöfnu beinnar línu, annarsstigsjöfnum, formengjum, varpmengjumog hornaföllum.

Forkröfur: STÆR1GR05(ms).

STÆR2HS05(ms) - Hagnýt stærðfræði í föllum og deildun

Velda og lograreglum beitt á hagnýt viðfangsefni. Fallhugtakið skilgreint og unnið með vísis-og lograföll. Afleiðuhugtakið skilgreint og helstu afleiðureglur kynntar. Afleiðum beitt í greiningu hagfræðilegra falla. Jafnmuna-og jafnhlutfallaraðir og summur þeirra kynntar og þeim beitt á hagfræðileg viðfangsefni.

Forkröfur: STÆR2HR05(ms) eðaSTÆR2HA05(ms).

STÆR2LH05(ms) - Línuleg algebra í hagfræði

Að fást við jöfnuheppi og lausn þeirra, meðog án fylkja. Notkun fylkja við lausn hagfræðilegrar viðfangsefna. Að fást viðlausnir ójöfnuheppa og lausn þeirra, með og án fylkja. Línuleg bestun í tveimur víddum. Simplex aðferð kynnt við lausn hagfræðilegra viðfangsefna.

Forkröfur: STÆR2HS05(ms).

STÆR2TL05(ms) - Tölfræði og líkindareikningur

Gagnasöfn, flokkun og einkennishugtök um þau. Tíðni og tíðnidreifing, myndrit. Dreifing og stærðir sem einkenna dreifingu gagnasafna. Helstu hugtök varðandi talningu, líkindi og líkindadreifingu.

Forkröfur: STÆR2HR05(ms) eða STÆR2HA05(ms).

STÆR3GT05 Greinandi tölfræði

Fjallað um úrtök, stærð þeirra og úrtaksdreifingu. Öryggismörk, þar með talin mörk eða bil fyrir meðaltöl og hlutföll í þýði. Öryggismörk fyrir mismun meðaltala og mismun hlutfalla. Tilgátuprófanir, bæði tvíhliða og einhliða prófanir í normaldreifingu. Önnur valin efni eftir atvikum, t.d. c2 – prófanir (prófanir í kí – dreifingu). 

Forkröfur: STÆR2TL05(ms)

STÆR3HD05(ms) Hagfræði og diffrun

Hagnýt notkun afleiðureiknings, þar með talin jaðargreining í viðskiptafræði og hagfræði. Fastinn e og samfelldir samsettir vextir. Afleiður vísisfalla og lografalla og hagnýt notkun þeirra. Afleiður margfelldis og deilingar. Keðjureglan. Jafna snertils og tengsl hennar við jaðargreiningu. Fyrsta afleiða og önnur afleiða og hagnýt notkun þeirra við rannsóknir á föllum. Grafísk reiknivél notuð til að rannsaka föll. Önnur viðfangsefni eftir atvikum, t.d. aðhvarfsgreining, markgildi og samfelldni. 

Forkröfur: STÆR2HS05(ms).

STÆR3HH05(ms) - Hagfræði og heildun

Hagnýt notkun fyrstu og annarar afleiðu rifjuð upp eftir atvikum. Algild hágildi og lágildi tekin fyrir. Andafleiður og óendanleg heildi margliðufalla, lografalla og falla með e sem grunntölu. Tengsl heildunar og flatarmál kynnt ásamt helstu heildunarreglum. Heildun með innsetningu. Endanleg heildi og aðalsetning stærðfræðigreiningarinnar sett fram. Hagnýt notkun heilda við lausn hagfræðilegra viðfangsefna. Aðhvarfsgreining og hagnýt notkun hennar.

Forkröfur: STÆR3HD05(ms).


 


Síðast uppfært: 07.03.2018