Stærðfræði á náttúrufræðibraut

Áfangar í stærðfræði við MS


STÆR1GR05(ms) - Grunnáfangi í stærðfræði

Aðalmarkið áfangans er að vekja áhuga nemandans á stærðfræði og hagnýtingu hennar. Í áfanganum er lögð megináhersla á grunnatriði í stærðfræði. Fengist verður við að skoða og vinna með tölur úr daglegu lífi, fréttum og fjölmiðlum. Áhersla verður lögð á að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð. 

STÆR2HA05(ms) - Hnitakerfi og algebra

Kynning á grundvallarreglum í algebru, annarsstigsjöfnum, lograreglum, jöfnu beinnar línu, margliðudeilingu og hornaföllum.

Forkröfur: Einkunn B á grunnskólaprófi eða STÆR1GR05(ms).

STÆR2HV05(ms) - Hnitakerfi og vektorar

Vektorar í hnitakerfi, frjálsir vektorar og stikaform línu.

Forkröfur: STÆR2HA05(ms).

STÆR2FG05(ms) - Fallagreining

Grunnhugtök mengjafræðinnar,  fallhugtakið, formengi, varpmengi. Eintæk, átæk og gagntæk föll. Helstu  fallagerðir skoðaðar. Sannanir. Tengsl jafna og falla og hagnýting  þeirra.

Forkröfur: STÆR2HV05(ms).

STÆR3VR05(ms) - Vektorar og rúmfræði í þremur vídum, ásamt viðbótaverkefnum

3-vidd  rúmfræði- evklíðsku rúmfræði í  þremur viddumVigurrúm .Vigurhugtakið í  þremur viddum er skilgreint og aðgerðir á vigrum í 3-vidd eru kynntar.  Eigingildi vigra og tilsvarandi eiginvigrar. Línur og sléttur, innfeldi  vigra, krossfeldi vigra. Fjarlægðar og hornamælingar.

Forkröfur: STÆR2HV05(ms).

STÆR3MD05(ms) - Markgildi og diffrun

Markgildi og afleiður:  Markgildishugtakið, skilgreining á afleiðu falls og helstu reiknireglur.  Afleiður veldisfalla, vísisfalla, lografalla og hornafalla. Samfeldni,  aðfellur, hagnýting afleiðu við könnun falla.

Forkröfur: STÆR2FG05(ms).

STÆR3HE05(ms) - Heildun og heildunaraðferðir

Heildun og heildunaraðferðir : Summu táknið,  skilgreining  stofnfalls, heildun hugtakið- andaafleiða, heildun sem flatarmál, ákveðin heildi, reiknireglur fyrir heildi, heildunaraðferðir: innsetning, hlutheildun, brotaliðun. Notkun heildunar: flatarmál milli tveggja falla, bogalengd, rúmmál og yfirborð snúðs.

Forkröfur: STÆR3MD05(ms).

STÆR3RR05(ms) - Runur, raðir, þrepasannanir og fléttufræði

Runur, raðir, þrepasannanir og fléttufræði: Summu táknið,  skilgreining  jafnmunarunu og jafnhlutarunu, skilgreinig raðanna og samleitna raðanna, þrepasönnun aðferð. Umraðarnir, samantektir, Newton tvíliðureglna, Pascal þrihyrnings.

Forkröfur: STÆR3MD05(ms).

STÆR3TD05(ms) - Tvinntalnamengi og diffurjöfnur

Tvinntalnamengi og diffurjöfnur :Tvinntalnamengi C , skilgreining og reiknireglur í C , tvinntalna planið, rétthyrnd og pólform tvinntalna, jöfnur og margliður yfir C.

Forkröfur: STÆR3HE05(ms).

Síðast uppfært: 21.03.2018