Viðmið SAGA3ST05(ms)
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu atburðum og stefnum tímabilsins
- þverstæðum millistríðsáranna
- helförinni og örlögum gyðinga og ýmissa annarra þjóðfélagshópa
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- vinna með ólíkar tegundir sögulegra heimilda
- vísa til heimilda og búa til heimildaskrá
- endursegja og skapa sína sína eigin sögulegu mynd út frá heimildum
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- meta og skilja sögulegt efni
- draga eigin ályktanir af sögulegum heimildum
- miðla eigin sögulegu þekkingu til annarra
Síðast uppfært: 06.02.2018