Saga

Áfangar í sögu við MS


SAGA2MÍ05(ms)- Mannkyns- og Íslandssaga frá 18. öld

Viðfangsefni áfangans er mannkyns- og Íslandssaga frá lokum 18. aldar til líðandi stundar. Leitast við að greina grunnhugmyndir helstu frömuða upplýsingarinnar, einkum um stjórnmál og áhrif þeirra, svo sem Frelsisstríð Bandaríkjanna, Frönsku byltinguna og þjóðernisstefnur í Evrópu.Lögð er áhersla á forsendur Iðnbyltingarinnar útbreiðslu hennar og áhrif á samfélagið og stöðu einstakra ríkja og heimshluta, m.a. á Íslandi. Fjallað verður um efnahagsleg áhrif tækni og orkunýtingar á náttúruna og umhverfi mannsins. Mannréttindi og frelsisbarátta skipa stóran sess bæði á 19. Og 20. öld og verður viðfangsefnið baráttan fyrir frelsi og lýðréttindum svo sem kosningarétti á 19. og 20. öld sérstaklega skoðað. Við aldamótin1900 sveif mikil bjartsýni yfir vötnunum í Evrópu, fjallað verður um þær miklu samfélagsbreytingar sem áttu sér stað og hvernig þessi bjartsýni á framtíðina breytist þegar Stríðið Mikla skall á 28. júlí 1914. Mannkynssagan tekur nýja stefnu þegar öfgahreyfingar ná völdum í Rússlandi, Ítalíu og Þýskalandi á fyrri hluta 20. aldar. Uppgangur nasista, fasista og kommúnista verður skoðaður og hvaða áhrif þessar stefnur höfðu á árunum 1917-1990. Skoðaðar verða orsakir, gangur og afleiðingar Seinni heimsstyrjaldar, Sérstaklega hugað að því hvaða áhrif hún hafði á Íslandi. Þá verður Helförinni gerð sérstök skil. Skoðað verður tímabil áranna 1947-1991 sem einkenndist af efnahagslegri, vísindalegri, listrænni og hernaðarlegri samkeppni á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og bandamanna þeirra. Einnig verður fjallað um frelsisheimt nýlenduþjóða á árunum eftir Seinni heimsstyrjöld og forsendur hennar.Lögð verður áhersla á að skoða sögu Íslands í samhengi við sögu umheimsins og hvaða áhrif erlendir stóratburðir og hugmyndastraumar höfðu hér á landi. Kennari mun fjalla um einstaka mikilvæga þætti námsefnisins í formi fyrirlestra, en nemendur leysa önnur og afmarkaðri viðfangsefni í einstaklings- og hópverkefnum. Efnisflokkar eru eftirfarandi:Upplýsingin. Leitast við að greina grunnhugmyndir helstu frömuða upplýsingarinnar, einkum um stjórnmál og áhrif þeirra, svo sem Frelsisstríð Bandaríkjanna, Frönsku byltinguna og þjóðernisstefnur í Evrópu.Iðnbyltingin. Lögð er áhersla á forsendur Iðnbyltingarinnar útbreiðslu hennar og áhrif á samfélagið og stöðu einstakra ríkja og heimshluta, m.a. á Íslandi. Fjallað um efnahagsleg áhrif tækni og orkunýtingar á náttúruna og umhverfi mannsins.Mannréttindi og frelsisbarátta. Hér verður viðfangsefnið baráttan fyrir frelsi og lýðréttindum svo sem kosningarétti á 19 og 20. öld. Aldamót. Við aldamótin1900 sveif mikil bjartsýni yfir vötnunum í Evrópu, fjallað verður um þær miklu samfélagsbreytingar sem áttu sér stað og hvernig þessi bjartsýni á framtíðina breytist þegar Stríðið mikla skall á 28. júlí 1914. Einnig verður baksvið heimsvaldastefnunnar skoðuð. Alræðisstefnur og stjórnir. Mannkynssagan tekur nýja stefnu þegar öfgahreyfingar ná völdum í Rússlandi, Ítalíu og Þýskalandi á fyrri hluta 20. aldar. Uppgangur nasista, fasista og kommúnista verður skoðaður og hvaða áhrif þessar stefnur höfðu á árunum 1917-1990.Seinni heimsstyrjöldin. Skoðaðar verða orsakir, gangur og afleiðingar Seinni heimsstyrjaldar. Sérstaklega hugað að því hvaða áhrif hún hafði á Íslandi. Þá verður Helförinni gerð skil.Kalt stríð. Skoðað verður tímabil áranna 1947-1991 sem einkenndist af efnahagslegri, vísindalegri, listrænni og hernaðarlegri samkeppni á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og bandamanna þeirra.

SAGA2FE05(ms) - Fornöld og endurreisn

Í þessum áfanga er lögð áhersla á þann menningararf sem fyrstu menningarríki heimsins, svo sem Forn-Grikkir og Rómverjar lögðu til grundvallar vestrænnar menningar. Í áfanganum kynnast nemendur, greina og meta gildi menningarminja hins forngríska og rómverska menningararfs einkum á endurreisnartímabilinu. Nemendur kynnast völdum kennileitum í sögu fornþjóða og endurreisnartímans í síkvikri umbreytingu hans allt til dagsins í dag. Nemendur eiga að sjá og skilja hvernig menning vex fram við ákveðnar samfélagslegar aðstæður og hvernig menning verður aflvaki samfélagslegra breytinga. Nemendur eiga í lok áfangans að þekkja og geta greint einkenni þessa menningararfs í þátíð og nútíð. Þannig eiga nemendur að verða menningarlega læsir á samtíma okkar, skilja manngert landslag Evrópu, þ.e. listaverka og bygginga og geta skilið og notið bókmennta og bókmenntalegra tilvísana til hins forna menningararfs. Nemendur eiga jafnframt að hafa kynnst og velt fyrir sér hugmyndum helstu heimspekinga og fræðimanna tímabilanna, þeirra sem mest hafa haft áhrif á hugmyndakerfi vestræns nútíma og viðhorf manna til  fegurðar, ríkisvalds, réttlætis, samræmis og farsældar, svo dæmi séu tekin. 

Forkröfur: SAGA2MÍ05(ms).             

SAGA3SA05(ms) - Samtímasaga. 20. öldin 1950-2015

Viðfangsefnið er saga 20. aldar frá árinu 1950- til dagsins í dag með sérstakri áherslu á Kaldastríðið, orsök og afleiðingu. Ætlunin er að dýpka þekkingu og skerpa skilning nemenda á sögu þessa tímabils og veita þeim jafnframt markvissa þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum. Mannkynssagan verður í fyrirrúmi, en einnig verður lögð sérstök áhersla á að draga fram hvernig heimsviðburðir aldarinnar komu við Ísland og hvaða áhrif þeir höfðu á sögu þjóðarinnar. Áhersla er lögð á að nemendur kynnist mismunandi tegundum heimilda og læri að leggja mat á þær með gagnrýnni hugsun. 

Forkröfur: SAGA2MÍ05(ms)-

SAGA3ST05(ms) - Stund milli stríða. 20. öldin 1900-1945

Viðfangsefnið áfangans er saga fyrri hluta 20. aldar. Ætlunin er að dýpka þekkingu og skerpa skilning nemenda á sögu þessa tímabils og veita þeim jafnframt markvissa þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum. Mannkynssagan verður í fyrirrúmi, en einnig verður lögð áhersla á að draga fram hvernig heimsviðburðir höfðu áhrif á Íslandi. Áætlað er að horfa á sögulegar kvikmyndir og heimildarmyndir í tengslum við viðfangsefnin og vinna margvísleg verkefni. Stefnt verður að því að fara í vettfangsferð og fá gestafyrirlesara.Efnisflokkar eru: HeimsvaldastefnanHér verður fjallað um heimsvaldastefnuna í Afríku, Asíu og Rómönsku Ameríku. Heimsvaldastefna stórveldanna í Evrópu setti mjög svip sinn á síðastu áratugi 19. aldar og árin fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Heimsstyrjöldin fyrriFjallað verður um stöðu heimsmála við upphaf fyrri heimsstyrjaldar, gang og eðli stríðsins og friðargerðina í kjölfar þess. Einnig verður rússneska byltingin tekin til athugunar. Árin milli stríðaSkoðað verður hvernig stjórnmál tóku stakkaskiptum í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hin frjóa list og menning þessara áratuga verður sérstaklega tekin fyrir. Einnig verður fjallað um heimskreppuna miklu, orsök hennar og áhrif. Seinni heimsstyrjöldinFjallað um aðdraganda og upptök heimsstyrjaldarinnar síðari, gang stríðsins á einstökum vígstöðvum, andspyrnuhreyfingar gegn hernámi Þjóðverja og sjóhernað. Fjallað verður sérstaklega um Helförina.

Forkröfur:  SAGA2MÍ05(ms)-

SAGA3MM05(ms) - Sagan í máli og myndum

Viðfangsefni sagnfræðinga er að rannsaka og túlka atburði fortíðarinnar og leita þannig skýringa á þeirri þróun sem borið hefur mannkynið á núverandi áfangastað. Í þessu skyni fara sagnfræðingar margar mismunandi leiðir, þó oftast með rannsóknum frumheimilda s.s. rituðum heimildum og fornminjum. Heimildarmyndir teljast bersýnilega til sagnfræðilegra heimilda, oft sem vottaheimildir þeirra atburða sem þær fjalla um, en hinar hefðbundnu kvikmyndir falla ekki strangt til tekið að þeim ramma að eiga að skýra frá atburðum og endurskapa þá samkvæmt ströngustu reglum sagnfræðinnar. Viðfangsefni áfangans eru fyrst og fremst kvikmyndir í þessum hefðbundna skilningi og er ætlunin að skoða hvernig liðnir atburðir birtast okkur í þeim og hvaða ályktanir við getum dregið af þeim varðandi sögulegt gildi þeirra. Kvikmyndir hafa þann kost, ef þær eru vandlega unnar, að þær geta með sjónrænu gildi sínu dregið fram tíðaranda tímabila og fært þannig sögulegar staðreyndir í sjónrænt samhengi svo áhorfandinn geti að vissu leyti skynjað tímabil sögunnar með mun nánari hætti en ella. Það er alkunna að kvikmyndir móta að miklu leyti hugmyndir okkar um söguna og því er vert að líta gaumgæfilega á gildi þeirra sem heimilda. Auk þess verður rýnt í heimildarmyndir. Heimildarmynd er tegund kvikmynda þar sem reynt er að gera raunverulegum atburðum eða viðfangsefni skil. Ætlunin er að auka og dýpka söguþekkingu nemenda, efla hæfni þeirra til að greina misjafnt sögulegt heimildargildi kvikmynda og heimildarmynda. Að skoða kvikmyndir og heimildamyndir með gagnrýnu hugarfari og greina mögulega hugmyndafræði sem þær boða beint eða óbeint. Í áfanganum eru tekin fyrir ákveðin þemu, valdar kvikmyndir sýndar um hvert þeirra, þær settar í sögulegt samhengi og reynt að meta heimildagildi þeirra. Dæmi um þemu í Sagan í málum og myndum geta verið t.d Ævisögur - Ævi og störf svo sem stjórnmálamanna, einræðisherra, Draumur um betra líf - Baráttu blökkumanna í BAN og Suður Afríku. Konsingaréttur, Frelsisbarátta þjóða,Japönsk saga og menning,Miðaldir osfrv.

Forkröfur: SAGA2MÍ05(ms)-

Síðast uppfært: 14.09.2020