Næringarfræði


NÆRI2NÆ05(ms)

Almenn kynning á grundvallaratriðum næringarfræðinnar. Farið er yfir helstu atriði varðandi prótein, fitu, kolvetni, trefjaefni, vatn, vítamín og steinefni. Samsetning/uppbygging, orkuinnihald og eiginleikar fitu, próteina, kolvetna og alkóhóla skoðuð. Dregin eru saman hlutverk, skorteinkenni og -sjúkdómar og ráðlagðir dagskammtar fyrir bætiefnin og vatni sem næringarefni. Ráðleggingar Landslæknis-embættis um mataræði og næringarefni eru kynntar (manneldismarkmið og neysluviðmið, RDS). Niðurstöður íslenskra neyslukannana eru skoðaðar. Nemendur læra að notfæra sér næringar-efnatöflur/reikniforrit og reikna út orkuþörf og næringarinnihald. Máltíðir og dagsneysla skoðuð út frá orku- og næringargildi. Fjallað er um flokka matvæla og eiginleikar flokkanna eru dregnir fram. Fjallað er um mismunandi máltíðir dagsins og mikilvægi fjölbreyttrar fæðu. Skoðað er samband hreyfingar og orkuþarfar. Nemendur vinna með hugtakið grunnefnaskipti og skoða áhrif mismikillar hreyfingar á orkuþörf. Fjallað er um helstu kenningar sem tengjast umræðunni um offitu, óhefðbundnar megrunar-aðferðir, áhrif næringar á sjúkdóma og sjúkdómsmyndanir, fæðuofnæmi og fæðuóþol. Einnig er farið yfir nokkur atriði sem tengjast umræðunni um íþróttir og næringu. Skoðaðar verða matvæla-reglugerðir varðandi notkun aukefna og vörumerkinga í matvælum. Unnið er með nokkur mismunandi mataræði s.s. lágkolvetnafæði, steinaldafæði, miðjarðarhafsfæði o.fl.


Síðast uppfært: 11.06.2020
Undirsíður:
Viðmið NÆRI2NÆ05(MS)