MENF2KK05 – Karlar í listum

Í þessum áfanga verður leitast við að skoða þá karla sem skarað hafa fram úr, bæði hér á landi og erlendis, frá örófi alda. Kynnt verða til sögu stærstu nöfnin í menningar- og listasögu sem og helstu straumar og stefnur í listum. Nemendur fá tækifæri til að rýna í ódauðleg verk og átta sig á hvað geri að verkum að þau komist á þann stall. Í áfanganum er krafist mjög sjálfstæðra vinnubragða og mikil áhersla er lögð á notkun nútímatækni.

MENF2KL05 – Konur í listum

List spyr ekki um kyn, ekki frekar en t.d. um kynhneigð, þjóðerni, aldur, trúarbrögð eða pólitík, þótt hún fjalli vissulega um þessi mál þar sem ekkert er list óviðkomandi. Í þessum áfanga verður hins vegar spurt áleitinna spurninga um kyn og kastljósinu beint að þeim konum sem hafa gefið sig listinni á vald og markað djúp spor í menningarsögunni, bæði hér heima og erlendis. Námskeiðið er blanda af fjar- og staðarrnámi. Það er skyldumæting í fjórar staðbundnar og valda viðburði sem þarf að sækja. Krafist er mjög sjálfstæðra og ábyrgra vinnubragða.

MENF2MK05 – Menningarkimar

Menning er hluti listsköpunar og list er hluti af menningarsköpun. Hvað er að gerast á þessari stundu í menningu og listum? Hvað er kúl og hvað er töff? Hver er að meika það og hver er dottinn úr tísku? Samfara því að skoða hvað er efst á baugi verður kafað ofan í hvers kyns listsköpun og kannaðir ýmsir menningarkimar, einkum hér á landi. Í áfanganum er krafist mjög sjálfstæðra vinnubragða og mikil áhersla er lögð á notkun nútímatækni.

MENF2SL05 – Sviðslistir

Í áfanganum er fjallað um sviðslistir.   Einkum leiklist og menningu leikhússins.   Áfanginn er í fyrsta skipti kenndur nú á vorönn 2020 og áfangalýsing mun liggja fyrir að önninni lokinni.


Síðast uppfært: 12.03.2021