LÝÐH2LÝ05(ms) - Lýðheilsufræði

Markmið áfangans er að auka heilsulæsi nemenda og hæfni þeirra til að taka ábyrgð á eigin heilsu. Meginþættir lýðheilsu snúa að næringu, hreyfingu, geðrækt, lífstíl, og umhverfi. Nemendur kynna sér helstu þætti sem stuðla að heilbrigði og vellíðan og fá tækifæri til að skoða eigin lífstíl og setja í samhengi við almennar ráðleggingar frá hinu opinbera og fleiri aðilum á netmiðlum. Rýnt verður í faraldsfræðilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið á lýðheilsu og staða Íslands verður borin saman við stöðu nágrannaþjóða. Nemendur fá tækifæri til að kafa dýpra og afla sér frekari þekkingar á sínum áhugasviðum.

Forkröfur: Engar.

Síðast uppfært: 21.03.2018