Viðmið MYND3MD05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu aðferðum og hugtökum í myndlist        
  • gildi stöðugrar ástundunnar í greininni
  • helstu stefnum í myndlist
  • tengslum myndlistar við samfélagið og við önnur listform

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  •  skipuleggja vinnuferli og koma hugmyndum og verkum á framfæri
  •  nýta sér þá kunnáttu sem þeir hafa tileinkað sér í fyrri áföngum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  •  fylgja hugmyndum sínum eftir í verki og útskýra af hverju þeir notuðu þessa nálgun og efnivið
  •  nýta eigin þekkingu og reynslu við útfærslu verkefna
  •  sýna sjálfstæð vinnubrögð og hugrekki til að prófa nýjar leiðir í sinni listsköpun
  •  fylgjast með og njóta listviðburða 
Síðast uppfært: 06.02.2018