Viðmið MYND2MD05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • hlutföllum mannslíkamans
 • helstu listastefnum og unnið út frá þeim
 • gildi og merkingu lita og tjáningarmöguleika
 • meginreglum litafræðinnar, meðhöndlun lita og mismunandi bindiefna
 • lykilverkum myndlistamanna

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 •  tileinka sér teikniaðferðir með mismunandi teikniáhöldum
 •  teikna mannslíkamann, hluti og skissur
 •  forma með skyggingu og að vinna með fjarvídd/dýpt
 •  fara með liti, blanda þá og mála með mismunandi aðferðum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 •  tjá eigin hugmyndir og hugsanir á myndrænan hátt
 •  útskýra í orðum og myndum eigið vinnuferli
 •  sýna frumkvæði, skapandi nálgun og sjálfstæði í verkum sínum
 •  leita að upplýsingum um myndlist og nýta sér þær
Síðast uppfært: 06.02.2018