Viðmið MYND1MG05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: 

 • helstu stefnum, viðfangsefnum og vinnuaðferðum myndlistar
 • mikilvægustu hugtökum og orðaforða greinarinnar
 • formum og litum og þróun eigin hugmynda
 • verkum íslenskra myndlistamanna

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 •  nýta sér grunnþjálfun í meðferð tækja, efna og verklagi til listsköpunnar
 •  þróa eigin hugmyndir yfir í verk
 •  nálgast upplýsingar um myndlist       
 •  ræða um og meta eigin verk

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:                              

 •  nýta sér þá færni sem hann hefur tileinkað sér til að koma á framfæri eigin hugmyndum og vinna með mismunandi aðferðir til listsköpunar
 •  útskýra vinnu og ferli frá hugmynd til fullgerðs verks
 •  sýna frumkvæði, skapandi nálgun og sjálfstæði í verkum sínum
Síðast uppfært: 06.02.2018