Myndlist

Áfangar í myndlist í MS

Efnisgjald er innheimt í þessum áföngum - sjá gjaldskrá á heimasíðu.

MYND1ML05(ms) - Myndlist grunnáfangi

Í áfanganum læra nemendur tæknileg undirstöðuatriði og helstu vinnuaðferðir tengdar myndlist, s.s. formfræði, litafræði, hlutföll, fjarvídd, myndbyggingu, teikningu og málun. Lögð er áhersla á að þjálfa hæfni nemenda og tækniþekkingu til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Nemendur byrja á að búa til ferilbók og nýta hana alla lotuna til að skrá niður hugmyndir að verkum auk þess að þjálfa sig í að teikna viðfangsefni í umhverfinu.Lögð er áhersla á tengingu við listina í landinu með heimsóknum á listasöfn bæði á eigin vegum og í hópi með leiðsögn.  Auk þess heimsækjum við vinnustofur listamanna. Nemendur útbúa kynningu á íslenskum myndlistarmanni og flytja fyrir samnemendur sína.

MYND2MD05(ms) - Myndbygging

Í áfanganum læra nemendur að vinna áfram með teikningu, módel og málun.  Unnið verður með nakið módel, mismunandi stöður, tímalengd og aðferðir.   Lögð er áhersla á að þjálfa hæfni nemenda í að nýta sér tækniþekkingu við að koma hugmyndum sínum á framfæri. Gerðar tilraunir með mismunandi tegundir /aðferðir málunar, s.s vatnsliti, akrýl, olíu.  Nemendur vinna í ferilbók og nýta hana til að þróa hugmyndirnar áfram í átt að fullgerðum verkum með tilraunum og skissum.  Lögð er áhersla á tengingu við listina og listasöguna og unnið verk með tengingu við stefnur í myndlist.  Nemendur taka þátt í að tilgreina þá myndlistarmenn sem þeir þekkja til og útbúa kynningu á erlendum myndlistarmanni (2 saman) og flytja fyrir samnemendur sína.

Forkröfur: MYND1MG05(ms).

MYND3MD05(ms) - Lokaverkefni, sýning

Í áfanganum vinna nemendur áfram við að þróa færni í teikningu og þeim miðlum sem þeir velja að ná meiri færni.  Nemendur vinna að lokaverkefni þar sem þeir nýta þekkingu sína frá fyrri áföngum og stefna að því að kynna og sýna lokaútkomuna.  Hugsa verkefnið alla leið, frá hugmynd, skissuvinnu og undirbúningsvinnu að lokaniðurstöðu. Leggja metnað í að takast á við flóknari viðfangsefni og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum. Útbúa kynningu um hugmyndina á bak við verkið og tilurð. Gerð ferilmöppu vegna áframhaldandi listnáms ef þess er óskað. Lögð er áhersla á tengingu við listalífið, heimsóknir á listasöfn (m.a. til að skissa).  Nemandinn er virkur í listalífinu, sækir opið hús í Listaháskólanum, sýningar og þ.h.

Forkröfur: MYND2MD05 (ms).

Síðast uppfært: 11.06.2020