Leirmótun

Áfangar í leirmótun í MS

Efnisgjald er innheimt í þessum áföngum - sjá gjaldskrá á heimasíðu.

LEIR1LM05(ms) - Leirmótun - grunnáfangi

Áfanginn er byrjunaráfangi í leirmótunNemendur læra grunntækni við meðferð leirs og að forma nytjahluti, lágmyndir og  þrívíð verk með mismunandi aðferðum.  Þeir fræðast um mismunandi bræðslumark leirtegunda og glerunga, leirlím og réttar aðferðir við þurrkun og frágang. Nemendur fullvinna hlutina: glatta, lita með oxíðum og glerja.

LEIR2LÞ05(ms) - Leirmótun og þrívíð verk

Áfanginn er dýpkunaráfangi í leirmótun og þrívíðum verkum úr ýmiss konar efniviði.Unnið er áfram með nytjahluti og leirskúlptúra. Áhersla lögð á faglegan lokafrágang, s.s. undirstöður, handföng og lok þar sem það á við.Gerðar tilraunir með blöndun glerungs auk þess að gera tilraunir með ýmislegt annað, s.s. að nota gler, sand o.fl. við lokaútfærslu.Vinnum verk úr gipsi auk þess að búa til gipsmót til að nýta við leirmunagerðina.Gerum skúlptúra úr pappamassa og fleiri efnum, endurnýting.Skissu-vinna á Listasafni og/eða við útilistaverk.

Forkröfur: LEIR1LM05(ms).

LEIR3LÞ05(ms) - Leirmótun og þrívíð verk

Áfanginn er dýpkunaráfangi í leirmótun og þrívíðum verkum úr ýmiss konar efniviði. Unnið er með leir og ýmis fleiri efni, áhersla lögð á fjölbreytni, endurnýtingu og sjálfbærni. Nemendur blanda saman notuðu og nýju, hanna nythjahlut og fjölfalda með því að búa til eigið gifsmót. Þeir vinna þrívítt verk úr efniviði að eigin vali.Nemendur útfæra munsturgerð og skreyti og búa til eigin glerungaprufur.Nemendur skrá og skissa hugmyndavinnu í ferilbók sem getur m.a. nýst við umsókn um nám á háskólastigi.

Forkröfur: LEIR2LÞ05(ms).
Síðast uppfært: 08.06.2020