Landafræði

Áfangar í landafræði


Áfanginn hér að neðan er í vinnsluferli og er lýsing og viðmið áfangans því ekki endanleg (MS 28.11.2018)

LAND2HL05(ms) Hagræn landafræði 

Nemendur skoða með aðferðum landafræðinnar ýmsa hagræna þætti mannlífs á jörðinni. Skoðað er með hvaða hætti þessir þættir dreifast og tengjast saman. Áhrif stjórnmála, tækninýjunga, menningarstrauma, trúmála, atvinnuhátta, náttúru og almenns efnahags eru krufin með tilliti til þess með hvaða hætti þessir þættir hafa haft áhrif á hagþróun einstakra svæða og samspil þeirra í milli. Lögð verður áhersla á notkun korta sem verkfæris við greiningu á einstökum viðfangsefnum. Nemendum er ætlað að geta út frá fyrirliggjandi gögnum spáð fyrir um líklega landfræðilega þróun í einhverjum völdum málaflokki.

Markmið

Nemandi hafi aflað sér almennrar þekkingar á

 • hvernig kort hafa verið notuð við að sýna staðsetningu og dreifingu ýmissa fyrirbæra.
 • helstu umfjöllunaratriðum hagrænnar landafræði
 • völdum landfræðikenningum og líkönum þeim tengdum
 • hvað hefur helst haft áhrif á hagræna landrfæðilega þætti
 • hvernig nota má landfræðilegar upplýsingar í hagrænum tilgangi
 • helstu hagrænu þáttum Evrópu

Nemandi hafi öðlast leikni í að

 • lesa upplýsingar af kortum og túlka þær
 • nýta tölfræðilegar upplýsingar til kortagerðar
 • koma auga á landfræðileg umfjöllunarefni í fjölmiðlum
 • tjá sig um hagfræðileg málefni út frá sjónarhóli landafræðinnar
 • vinna í hópi að lausn verkefna

Nemandi hafi öðlast hæfni til að

 • gera grein fyrir samspili mannsins við náttúruna í leit sinni að betri lífskjörum
 • túlka, skýra og sýna skilning á því hvernig maðurinn hefur nýtt náttúruauðlindir
 • beita gagnrýninni hugsun við lestur um krefjandi málefni, túlkun og úrvinnslu
 • beita skýru máli í ræðu og riti
 • leysa krefjandi verkefni í samstarfi við aðra
 • skipuleggja vinnu við lítið rannsóknarverkefni

Námsefni

Peter Östman og fl.. Landafræði. Mál og menning, 2005. Auk þess efni úr mörgum áttum sem birt verður á Námsnetinu.

Farin verður rannsóknarferð um miðbæ Reykjavíkur og Þingholtin.

Kennslufyrirkomulag

Áhersla verður á virkni nemenda og þátttöku í umræðum, hópvinnu og verkefnavinnu. Lestur texta, korta og talnagagna og skýr framsetning upplýsinga verður þjálfuð. Verkefni eru mestmegnis unnin í kennslustundum og heimanám felst í lestri.  

Námsmat

Námsmat byggist á þátttöku og frammistöðu nemenda í verkefnum sem lögð verða fyrir þá. Vægi efnisþátta: Próf 36%, smærri tímaverkefni 24%, stærri verkefni 30%, ástundun 10% og raunmæting 5%.

Skilareglur

Verkefnum ber að skila á settum tíma. 1,0 dregst frá einkunn verkefnis fyrir hvern dag sem skil dragast umfram skiladag.

Verkefnum skal skilað á Námsneti áður en tilskilinn frestur rennur út. ATH ekki verður tekið við skilum í gegnum tölvupóst.

Um meðferð heimilda

Nemendur eiga að virða reglur um höfundarétt og notkun og skráningu heimilda. Notast verður við Turnitin forritið við skil á stærri verkefnum til að kanna ritstuld. Verði nemandi uppvís að ritstuldi í getur það leitt til þess að gefið verður 0 fyrir verkefnið. 

Síðast uppfært: 28.11.2018