Kvikmyndagerð

Áfangar í kvikmyndagerð við MS


KVIK1MG05(ms) - Kvikmyndagerð

Í þessu námskeiði verður farið í grunnþætti þess að klippa vídjó á sérhæfðum klippiforritum. Nemendur búa til eigin myndefni þar sem allar upptökur og undirbúningur er í þeirra höndum. Nemendur læra einnig að búa til tónlist/hljóð í tölvu sem síðan er nýtt í kvikmyndagerðina.

KVIK2MG05(ms) - Kvikmyndagerð, framhald

Framhald af KVIK1MG05, haldið verður áfram með ýmsa þætti sem snert var á í grunnáfanganum. Námskeiðið er verkefnamiðað og miðar að því að nemendur læri að vinna kvikmyndaverk frá hugmyndavinnu að fullunnu efni.

Haldið verður áfram að dýpka þætti varðandi, hugmyndavinnu, uppbyggingu og aðferðir við handritsvinnu.

Farið verður dýpra í tæknilegri atriði s.s. að gera auglýsingar, tónlistarmyndbönd, litaleiðréttingar, uppsetningu á grænskjá fyrir fréttastofu auk grunnatriða tæknibrellna fyrir einfaldar “ofurhetju” myndir.

Forkröfur: KVIK1MG05(ms).


Síðast uppfært: 04.03.2021