Jarðfræði

Áfangar í jarðfræði við MS


JARÐ2AJ05(ms) - Jarðfræði Íslands, grunnáfangi í jarðvísindum

Áfanginn er grunnáfangi í brautarkjarna náttúrubrautar og fjallar um uppruna alheimsins, flekarek, innræn og útræn öfl einkum í jarðfræði Íslands.

JARÐ3NV05(ms) - Náttúruhamfarir og náttúruvá

Fjallað er um náttúruhamfarir, orsakir þeirra, afleiðingar og náttúruvá sem af þeim hlýst fyrir manninn. Fjallað er um mismunandi tegundir náttúruhamfara og tekin dæmi úr sögunni og áhrif þeirra á umhverfi og samfélag manna skoðuð. Nemendur vinna með hugtök úr umhverfisfræði og nota þekkingu og umræðu til að tengja við sitt nærsamfélag. Samtímis því eru nemendur þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru við kennslu í þessari grein. Nemendur vinna sjálfstætt og saman í hópum þar sem áhersla er lögð á ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu og mótun afstöðu til umhverfistengdra málefna.

Forkröfur: JARÐ2AJ05(ms).Síðast uppfært: 02.02.2018