Viðmið ÍÞRÓ1XE01 og ÍÞRÓ1YE01

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
  • fjölbreyttum þjálfunaraðferðum knattgreina
  • forvarnargildi almennrar heilsuræktar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nýta æfingar og hreyfingu sem stuðla að bættri heilsu
  • nota samvinnu sem stuðlar að jákvæðu viðhorfi, tillitssemi og hvatningu
  • nýta sér aðferðir til slökunar
  • nota aðferðir til að meta eigin styrkleika
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sýna öðrum virðingu við leik, nám og störf
  • leysa af hendi einföld verkefni, æfingar og leiki sem viðhalda og bæta líkamshreysti
  • nýta sér undirstöðuatriði réttrar líkamsbeitingar
  • geta stundað slökun
Síðast uppfært: 10.01.2019