Viðmið ÍÞRÓ1XA01 og ÍÞRÓ1YA01

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • forsendum og áhrifum þjálfunar á líkamlega heilsu
 • þjálfunaráhrifum  hópíþrótta
 • forvarnargildi almennrar heilsuræktar

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • framkvæma æfingar sem stuðla að betri tækni
 • nýta sér nærumhverfi til hreyfingar
 • kunna helstu leikreglur mismunandi knattgreina
 • þjálfa hreyfingu og virkni sem jákvæða upplifun
 • beita samvinnu sem stuðlar að tillitsemi og hvatningu

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • nýta sér markmiðasetningu til að takast á við persónulegar áskoranir og leysa af hendi krefjandi verkefni dagslegs lífs
 • taka þátt í  þjálfunaraðferðum  og leikjum sem hafa áhrif á jákvæða upplifun
 • þekkja eigin styrkleika.
Síðast uppfært: 10.01.2019