Íþróttir


ÍÞRÓ1XA01 og ÍÞRÓ1YA01

Áfanginn er verklegur með fræðilegu ívafi þar sem farið er yfir grunnþætti og markmiðasetningu knattspyrnu, körfuknattleiks. Leitast verður við að kynna nemendum helstu leikreglur einstakra greina ásamt því að fara yfir mikilvægi liðsheildar. Nemendur  fái hreyfiþjálfun í nærumhverfi utandyra. 

Nemendur fá fræðslu um gildi þess að lifa heilbrigðu lífu og fá að kynnast fjölbreyttum möguleikum umhverfisins til íþrótta, líkams- og heilsuræktar.

ÍÞRÓ1XB01 og ÍÞRÓ1YB01

Áfanginn er verklegur þar sem haldið verður áfram að fara yfir grunnþætti og markmiðasetningu knattspyrnu, körfuknattleiks, handknattleiks. Leitast verður við að kynna nemendum helstu leikreglur einstakra greina ásamt því að fara yfir mikilvægi liðsheildar. 

Nemendur læra að átta sig á tengslum líkama og sálar og mikilvægi þeirra í daglegu lífi og fá einnig skilning á því hvernig streita, hugsanir og lífsstíll hafa áhrif á líkamlega og andlega heilsu.

ÍÞRÓ1XC01 og ÍÞRÓ1YC01

Áfanginn er verklegur með fræðilegu ívafi. Áfram verður haldið að fara yfir grunnþætti og markmiðasetningu knattspyrnu, körfuknattleiks og blaks.  Eitt af megin markmiðum áfangans er að nemendur geti unnið sjálfstætt, sett sér markmið og unnið markvisst að þeim. 

Nemendur kynnist hreyfingu og útivist í nágrenni skólans. 

Nemendur fá fræðslu um gildi þess að lifa heilbrigðu lífu og fá að kynnast fjölbreyttum möguleikum umhverfisins til íþrótta, líkams- og heilsuræktar.

ÍÞRÓ1XD01 og ÍÞRÓ1YD01

Áfanginn er verklegur með fræðilegu ívafi. Áfram verður haldið að fara yfir grunnþætti og markmiðasetningu knattspyrnu, körfuknattleiks. Nemendur geti unnið sjálfstætt, sett sér markmið og unnið markvisst að þeim. Farið verður yfir þætti sem tengjast andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði. 

Nemendur  fái hreyfiþjálfun í nærumhverfi utandyra. 

Nemendur geri sér grein fyrir að þeir beri ábyrgð á eigin heilsu og finni líkams- og heilsurækt sem hentar þeim.

ÍÞRÓ1XE01 og ÍÞRÓ1YE01

Áfanginn er verklegur þar sem haldið verður áfram að fara yfir grunnþætti og markmiðasetningu knattspyrnu, körfuknattleiks og handknattleiks. Nemendur geti unnið sjálfstætt, sett sér markmið og unnið markvisst að þeim. 

Nemendur læra að átta sig á tengslum líkama og sálar og mikilvægi þeirra í daglegu lífi og fá einnig aukinn skilning á því hvernig streita, hugsanir og lífsstíll hafa áhrif á líkamlega og andlega heilsu.

ÍÞRÓ1XF01 og ÍÞRÓ1YF01

Áfanginn er verklegur með fræðilegu ívafi. Áfram verður haldið að fara yfir grunnþætti og markmiðasetningu knattspyrnu, körfuknattleiks og blaks.  Eitt af megin markmiðum áfangans er að nemendur geti unnið sjálfstætt, sett sér markmið og unnið markvisst að þeim. 

Nemendur kynnist hreyfingu og útivist í nágrenni skólans. 

Þeir geri sér grein fyrir eigin ábyrgð á heilsu sinni og finni líkams- og heilsurækt sem hentar.

Síðast uppfært: 10.01.2019