Hagfræði

Áfangar í hagfræði við MS


HAGF1ÞR05(ms) - Inngangur að hagfræði

 Áfanginn er grunnáfangi í hagfræði. Fjallað er um grundvallarhugtök rekstrar- og þjóðhagfræðinnar. Nemendur fá innsýn í rekstur fyrirtækja annars vegar og efnahagshringrásina hins vegar. Farið er yfir muninn á markmiðum með rekstri einkafyrirtækja og opinberra stofnanna. Skoðaðir eru helstu þætti er varða innra skipulag fyrirtækja og ytri aðstæður fyrirtækja. Áhersla er lögð á að nemandinn tileinki sér gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.

HAGF2RB05(ms) - Rekstrarhagfræði og bókfærsla

Í áfanganum læra nemendur áframhald í rekstrarhagfræði auk undirstöðuatriða í bókfærslu. Fjallað verður um afkomu og fjármögnun fyrirtækja, gerð rekstraráætlana, samspil tekna og kostnaðar með hjálp núllpunktsgreininga og kostnaðarútreikinga.Í bókhaldshluta áfangans er lögð áhersla mikilvægi bókhalds í rekstri fyrirtækja og færni nemenda í að annast almennar færslur í dagbók og hafi skilning á uppgjöri og geti sett fram efnahagsreikning og rekstrarreikning. Áhersla er lögð á að nemandinn tileinki sér gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.

Forkröfur: HAGF1ÞR05(ms).

HAGF2ÞF05(ms) - Þjóðhagfræði og fjármálalæsi

Áfanginn er framhaldsáfangi í þjóðhagfræði þar sem lögð er áhersla á að tengja námsefnið við eigin fjármál nemenda eins og sparnað, neyslu, lántöku o.fl. Helstu vandamál efnahagslífsins svo sem verðbólga, atvinnuleysi, viðskiptahalli, erlend og innlend skuldasöfnun eru tekin til skoðunar. Fjallað er um helstu meginstefnur í hagstjórn og fylgst með efnahagsmálaumræðu í fjölmiðlum. Áhersla er lögð á að nemandinn tileinki sér gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.

Forkröfur: HAGF1ÞR05(ms).

HAGF3RM05(ms) - Rekstrarhagfræði og markaðsfræði

Áfanginn er framhaldsáfangi í rekstrarhagfræði þar sem farið er dýpra í kostnaðarhugtök, núllpunktsgreiningu og áætlanagerð með það að leiðarljósi að undirbúa nemendur undir fyrirtækjasmiðjuna. Fjallað er um grunnhugtök og meginviðfangsefni markaðsfræðinnar og áhersla er lögð á að auka skilning nemenda á gildi markaðsstarfs fyrir neytendur, fyrirtæki og samfélagið í heild. Fjallað er um söluráðin og samval þeirra við markaðssetningu. Farið er yfir helstu atriði er varða umhverfi fyrirtækja, markaðshlutun og kauphegðun og leitast er við að nemendur tileinki sér markaðslega hugsun. Nemendur kynnast vinnubrögðum við markaðssetningu, fjármál og verkefnastjórnun með því að vinna raunhæf verkefni. Lögð er áhersla á að nemendur læri mikilvægi skilvirkni í framleiðslu og rekstri fyrirtækja ásamt því að setja niðurstöður sínar skýrt fram. Mikil áhersla er lögð á gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.

Forkröfur: HAGF2RB05(ms).

HAGF3FY05(ms) - Fyrirtækjasmiðja

Áfanginn felst í því að nemendur mynda hópa og stofna sitt eigið fyrirtæki og reka. Vinna nemenda felst í því að halda utan um allt sem viðkemur fyrirtækjarekstri en þeir hafa nokkuð frjálsar hendur um viðfangsefni fyrirtækisins. Við rekstur fyrirtækjanna nota nemendur þá þekkingu, leikni og hæfni sem þeir hafa öðlast í öðrum áföngum svo sem bókfærslu, hagfræði og stærðfræði.  Mjög mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og ábyrgð þeirra á eigin námi. 

Forkröfur: HAGF3RM05(ms).

Síðast uppfært: 02.02.2018