FJÖL2FF05

 Í áfanganum er farið yfir þróun og eðli ólíkra miðla, m.a. ljósvakamiðla, prentmiðla, netmiðla og samfélagsmiðla. Við veltum fyrir okkur spurningum um vald og áhrif fjölmiðla á einstaklinginn og samfélagið í heild, m.a. út frá kenningum í félagsfræði. Kynnum okkur hugmyndir Marshalls Mcluhans um alheimsþorpið og skoðum þær í ljósi samfélagþróunar undanfarin ára. Skoðum hvort eignarhald fjölmiðla getur haft áhrif á umfjöllun og fréttamat fjölmiðla. Einnig greinum við ólík hlutverk fjölmiðla, annars vegar til upplýsingar og hins vegar til afþreyingar. Nemendur eiga að greina og meta fjölmiðla út frá ýmsum þáttum, m.a. hlutleysi, réttmæti, sjónarhorni. Mikil áhersla verður á að nemendur vinni eigið fjölmiðlaefni og þjálfist í að beita gagnrýninni hugsun á viðfangsefni fjölmiðla. Fjölmiðlar heimsóttir þannig að nemendur kynnast starfsemi þeirra á vettvangi.N

Síðast uppfært: 21.09.2021
Undirsíður:
Viðmið