Viðmið FÉLA3ÞR05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:           

 • Starfsemi helstu alþjóðastofnanna       
 • Þróunarlöndum, sögu þeirra og landafræði               
 • Hugtakið hnattvæðing, kostum hennar og göllum
 • Áhrif þróunarsamvinnu á þróunarlönd   
 • Helstu kenningum um þróunarsamvinnu                      

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:              

 •  Bera saman ólíkar alþjóðastofnanir og átta sig á virkni þeirra
 •  Bera saman ólík þróunarlönd og skoða stöðu þeirra í samanburiði við þróuð lönd
 •  Vinna með tölfræðilegar upplýsingar og túlkun þeirra
 •  Nota helstu kenningar sem tengjast þróunarsamvinnu
 •  Vinna með heimildir og fella þær að tjáningu í ræðu og riti
 •  Miðla fræðilegum texta á fjölbreyttan og skilmerkilegan hátt       

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 •  Geta útskýrt valdajafnvægi alþjóðakerfisins og tjáð sig um ólíka virkni alþjóðastofnanna
 •  Bera saman stöðu Íslands og þróunarlanda og koma því til skila í rituðu og töluðu máli
 •  Setja sig í spor íbúa á framandi slóðum og geta tjáð sig í rituðu og töluðu máli
 •  Vinna með upplýsingar um þróunarlönd á gagnrýnin hátt
 •  Geta fylgst með þróun mála á sviði þróunarlanda og rætt þau á upplýstan hátt
Síðast uppfært: 06.02.2018