Viðmið FÉLA3LO05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • Megindlegum og eigindlegum rannsóknum, kostum þeirra og göllum og tengsl þeirra við kenningar                      
 • Helstu hugtökum og aðferðum sem notast er við í rannsóknum félagsvísinda
 • Sérhæfðri rannsóknarvinnu fræðigreinarinnar félagsfræði         

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 •  Gera raunhæfar áætlanir um skrif heimildaritgerða og rannsókna
 •  Nýta sér upplýsinga- og samskiptatækni
 •  Safna upplýsingum, vinna úr þeim og miðla til annarra
 •  Setja fram og túlka myndir og gröf   
 •  Skipuleggja rannsóknarverkefni, útbúa rannsóknarspurningar, framkvæma rannsókn og vinna úr niðurstöðum
 •  Tjá skoðanir sínar og verkefni á skýran hátt, draga ályktanir og rökstyðja í fræðilegu samhengi

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:                                     

 •  Sýna frumkvæði, öguð og sjálfstæð vinnubrögð
 •  Vinna vandaða rannsókn og skrifa rannsóknarskýrslu
 •  Lesa fræðilegan texta um rannsóknir og geti lagt gagnrýnið mat á gæði rannsóknarinnar
 •  Nýta sér þekkingu í meðferð heimilda
 •  Beita mismunandi rannsóknaraðferðum og túlka niðurstöður
 •  Útskýra, greina, draga ályktun af og miðla niðurstöðum rannsóknar
 •  Taka þátt í og stjórna upplýstri umræðu um málefni er snerta samfélagsmál                 
 •  Taka ábyrgð á eigin námi
Síðast uppfært: 06.02.2018