Viðmið FÉLA3AF05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:                         

 • Afbrotafræði sem fræðigrein
 • Tengslum félagsmótunar og afbrota
 • Samhengi menningar og afbrota                      
 • Frávikum og afbrotum sem afstæðum fyrirbærum        

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 •  Beita félagsfræðilegu innsæi við umfjöllun um frávik og afbrot   
 •  Gera grein fyrir og beiti ólíkum kenningum í afbrotafræði
 •  Greina frá hvernig afbrot eru afstæð eftir menningu samfélaga
 •  Skilgreina ólík hugtök og geri grein fyrir helstu gerðum afbrota      
 •  Beiti öguðum vinnubrögðum, taki ábyrgð á eigin námi og geti unnið í samvinnu við aðra
 •  Vinna með heimildir og fella þær að tjáningu í ræðu og riti      
 •  Miðla fræðilegum texta á fjölbreyttan og skilmerkilegan hátt

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:                               

 •  Móta sér skoðun um ólík viðfangsefni afbrotafræðinnar og beiti gagnrýnni hugsun í fræðilegri og í almennri umræðu
 •  Skilgreina og skýra helstu hugtök greinarinnar í töluðu og rituðu máli
 •  Beita gagnrýnni hugsun í fræðilegri umræðu sem og í almennri umræðu
 •  Skilja helstu aðferðir afbrotafræðinnar og nýta sér kenningar hennar í töluðu og rituðu máli
Síðast uppfært: 06.02.2018