Viðmið FÉLA2KY05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • Á sögu jafnréttisbaráttunnar og stöðu karla og kvenna í íslensku samfélagi, fyrr og nú                
 • Helstu hugtökum kynjafræðinnar
 • Stöðu kynjanna í samfélaginu
 • Birtingamyndum kynjaskekkju í nærsamfélagi og frá alþjóðlegu sjónarhorni
 • Mismunandi mótun kynjanna út frá menningu, umhverfi og tíma
 • Klám og áhrifum þess á kynheilbrigði
 • Kynbundnu ofbeldi og mörgum birtingamyndum þess, svo sem mansali og kynferðislegu ofbeldi      

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 •  Beita hugtökum kynjafræðinnar á viðfangsefni áfangans
 •  Rökræða dægurmál út frá sjónarhorni kynjafræði
 •  Rýna í menningu og átta sig á stöðukynjanna eins og hún birtist þar
 •  Greina áhrif kynjakerfisins á fjölskylduna og heimilið, skólagöngu og vinnumarkaðinn                    
 •  Greina stöðu og staðalmyndir kynjanna í fjölmiðlum, námsefni og almennri umræðu

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:        

 •  Móta sér skoðun um jafnréttismál og færa rök í rituðu og töluðu máli
 •  Skoða umhverfi sitt með gleraugum kynjafræðinnar              
 •  Bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum                  
 •  Setja sig í spor annarra
 •  Tengja menningu samfélagsins, gildi og verðmæti við eigið líf        
 •  Koma auga á viðfangsefni jafnréttismála í daglegu lífi og geta tekið þátt í að skipuleggja viðburð í samstarfi við skólann
Síðast uppfært: 06.02.2018