Viðmið FÉLA2KR05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:                              

 • Tilgangi kenninga í félagsfræði þannig að nemendur geti tjáð sig og rökstutt hugmyndir um samskipta- samvirkni og átakakenningar                            
 • Ólíkum rannsóknaraðferðum í félagsfræði                       
 • Frumkvöðlum og þeirra framlagi til fræðanna                     
 • Félagsfræði líðandi stundar s.s. femíniskri félagsfræði og póstmodernisma, ásamt hugtökum í félagsfræði sem nýtist þeim til undirbúnings fyrir frekari nám   

Leikniviðmið

 Nemandi skal hafa öðlast leikni í að: 

 •  Greina á milli kenningarsjónarhorna félagsfræðinnar og beita þeim á ólík viðfangsefni
 •  Greina á milli félagslegra staðreynda og almennra alþýðuskýringa og geta tjáð sig á skýran, ábyrgan og skapandi hátt um samfélagsleg álitamál
 •  Skipuleggja einfaldar félagsfræði rannsóknir og beita viðeigandi rannsóknaraðferðum á ólík viðfangsefni           
 •  Beita hugtökum á mismunandi viðfangsefni   

Hæfniviðmið

 Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:                    

 •  Beita félagsfræðlegum hugtökum og kenningum við greiningu og túlkun á samfélaginu               
 •  Skýra og túlka eigin aðstæður út frá hugmyndafræði félagsvísinda                 
 •  Geta lagt mat á rannsóknir í félagsvísindum                 
 •  Leggja mat á hvaða rannsóknaraðferðir henta best við mismunandi aðstæður og á mismunandi rannsóknarefni
 •  Geta metið eigið vinnuframlag og annarra
Síðast uppfært: 06.02.2018