Fatahönnun

Áfangar í fatahönnun við MS

Efnisgjald er innheimt í þessum áföngum - sjá gjaldskrá á heimasíðu

FATA1HS05(ms) - Fatahönnun og fatasaumur

Í áfanganum læra nemendur tæknileg undirstöðuatriði í fatagerð og fatahönnun. Lögð er áhersla á hugmyndaöflun, þemaspjöld, skissuvinnu, tískuteikningu auk flatra vinnuteikninga. Að nemendur skilji vinnuferlið frá hugmynd að fullunninni flík og temji sér vönduð vinnubrögð.Nemendur læra að taka líkamsmál og lesa úr stærðartöflum. Læra að vinna með grunnsnið og gera einfaldar sniðbreytingar útfrá eigin hugmyndum og þekkja sniðhluta. Nemendur læra að sauma nokkrar einfaldar flíkur, kennt er að leggja snið rétt á efni eftir þráðréttu, merkja fyrir saumförum og reikna efnisþörf. Nemendur læra að þræða saumavél og notkunarmöguleika saumavéla. Nemendur læra að búa til skissubók og  skila í lok annar með öllum skissum, teikningum, saumaprufum og ljómyndum af þeim flíkum sem saumaðar eru.

FATA2FF05(ms) - Fatagerð og fatahönnun

Áfanginn er rökrétt framhald af FAT 1 þar sem nemendur læra dýpri tækni í fatagerð og fatahönnun. Það er lögð áhersla á hugmyndaöflun, þemaspjöld, skissuvinnu og tískuteikningar með skyggingum. Læra að vinna með flóknari snið, sniðhluta og sniðsauma. Læra að sauma kraga, vasa, rennilása og hnappagöt.Nemendur læra einnig nokkrar aðferðir í textílskreytingum að þrykkja á efni, straulíma efni saman, teikna á efni og skreyta með saumavélinni. Áhersla er lögð á endurvinnslu. Laga og breyta gömlum fötum í eitthvað nýtt. Nemendur sauma 2-3 flíkur á önn.

Forkröfur: FATA1HS05(ms).            

FATA3FF05(ms)- Fatagerð og fatahönnun

Í áfanganum læra nemendur meiri tækni og dýpt í fatagerð og fatahönnun. Í áfanganum er lögð áhersla á að þjálfa nemendur í meiri sníðagerð og saumaskap við að þróa færni í að framkvæma hugmyndir sínar og að efla sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur gera tilraunir með textíl  rykkja, fella og brjóta efni, þrykkja og gera prufur til að þróa enn frekar hugmyndir sínar í fatahönnun og saumaskap.  Nemendur hanna yfirhöfn sem lokaverkefni.  Nemendur gera ferilbók og fara í vettvangsferð.

Forkröfur: FATA2FF05(ms).


Síðast uppfært: 08.06.2020