Enska

Um nám í ensku við MS

Allir nemendur  í MS þurfa að taka að lágmarki 15 einingar í ensku en þriðji áfanginn er sérhæfður eftir því á hvaða braut eða námslínu nemendur eru.  Hér að neðan er sýnt skipulag ensku á námsbrautum og námslínum  og leiðin að valáföngum í faginu kjósi nemendur að bæta við sig námi í ensku.

Áfangar í ensku  við MS


ENSK2AE05(ms) - Akademísk enska

Kynning og þjálfun í akademískri ensku. Einnig eru bókmenntir sem tengjast menningu enskumælandi þjóða lesnar og vandlega skoðaðar. 

ENSK3AE05(ms)- Akademísk enska

Áframhald á þjálfun í akademískri ensku auk texta um enska tungu. Einnig eru bókmenntir sem tengjast menningu enskumælandi þjóða lesnar og vandlega skoðaðar með tilliti til menningar og sögu.

ENSK3FS05(ms) - Fagenska í félagsvísindum

Kynnt og unnið með sérhæfðan orðaforða í félagsvísindum á ensku. Notaðar greinar af ýmsum sviðum félagsvísinda. Einnig eru bókmenntir lesnar og vandlega skoðaðar út frá menningarlegu samhengi.

Forkröfur: ENSK3AE05(ms).

ENSK3HS05(ms) - Fagenska í viðskiptum og hagfræði

Áfangi þrjú. Fimm f-einingar. Kynnt og unnið með sérhæfðan orðaforða í viðskiptum og hagfræði á ensku. Notaðar greinar af ýmsum sviðum viðskipta og hagfræði. Einnig eru bókmenntir lesnar og vandlega skoðaðar út frá menningarlegu samhengi.

Forkröfur: ENSK3AE05(ms).

ENSK3NÁ05(ms) - Fagenska í raunvísindum og tækni

Kynnt og unnið með sérhæfðan orðaforða í raunvísindum og tækni á ensku. Notaðar greinar af ýmsum sviðum raunvísinda og tækni. Einnig eru bókmenntir lesnar og vandlega skoðaðar út frá menningarlegu og/eða vísindalegu samhengi.

Forkröfur: ENSK3AE05(ms).

ENSK3FM05(ms) - Fagenska í fjölmiðlum og markaðsfræði

Áfangi  fjögur. Fimm einingar. Unnið verður með sérhæfðan, enskan orðaforða í  fjölmiðlafræði og markaðsfræði. Notað verður fagefni af ýmsum sviðum  fjölmiðla- og markaðsfræði. Einnig verða bókmenntir lesnar og vandlega  skoðaðar út frá fjölmiðlafræðilegu og markaðsfræðilegu samhengi.

Forkröfur: 10 framhaldsskólaeiningar í ensku á þriðja þrepi.

ENSK3TV05(ms) - Fagenska í tækni og vísindum

Unnið verður með sérhæfðan, enskan orðaforða í tækni og vísindum. Fagefni sem fjallar um tækni og vísindi verður notað.  Fagefnið verður blanda af raunverulegum málefnum tengdum tækni og vísindum og vísindaskáldskap.  Lesin verða bókmenntaverk sem tengjast inn í heim tækni og vísinda.

Forkröfur: 10 framhaldsskólaeiningar í ensku á þriðja þrepi.

ENSK3YE05(ms) - Yndislestur á ensku

Valáfangi. Þessum áfanga er ætlað að auka lestur nemenda á bókmenntaverkum á ensku, bæði klassískum sem og dægurbókmenntum. Nemendur velja sér sjálfir verk af lista sem útbúinn er af kennara. Góð kunnátta í ensku er forsenda farsæls náms í þessum áfanga en þó er áhugi á lestri bókmennta enn mikilvægari.

Forkröfur: 10 framhaldsskólaeiningar í ensku á 3. þrepi.

 


                   

Síðast uppfært: 17.08.2022