Efnafræði

Áfangar í efnafræði við MS


EFNA2LM05(ms) - Efnafræði grunnáfangi

Í þessum fyrsta áfanga í efnafræði er byrjað á því að láta nemendur vinna með hugtök og þekkingu úr grunnatriðum efnafræðinnar. Samtímis því eru nemendur þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru við kennslu í þessari grein. Nemendur vinna saman í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu.

EFNA2EO05(ms) - Efnafræði- efnahvörf og orka

Í þessum framhaldsáfanga er haldið áfram með grunnatriði efnafræðinnar jafnframt því sem byrjað er að byggja ofan á fyrri þekkingu. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Orkuhugtakið almennt og í tengslum við efnahvörf, skematísk framsetning efnatengja og Lewis myndir, hraði efnahvarfa og hraðalögmálið, tengi innan og á milli sameinda, gasjafnan.

Forkröfur: EFNA2LM05(ms).

EFNA3EJ05(ms) - Efnajafnvægi og orka

Í þessum framhaldsáfanga er haldið áfram með grunnatriði efnafræðinnar jafnframt því sem byggt er ofan á fyrri þekkingu. Efnisþættir sem eru teknir fyrir eru: Efnafræði lofttegunda, jafnvægi í efnahvörfum, sýrur og basar, jafnalausnir, títranir, leysnimargfeldi, orka í efnahvörfum, oxun og afoxun.

Forkröfur: EFNA2EO05(ms).

EFNA3LR05(ms) - Lífræn efnafræði

Í þessum áfanga er unnið með grunnatriði lífrænnar efnafræði svo sem nafnakerfið, helstu efnahvörf og lögun sameinda.Efnisþættir sem teknir eru fyrir í áfanganum eru:Nafnakerfi lífrænna efna, lögun sameinda og tengi, efnahvörf, hendni sameinda, prótein - sykrur - lípíð - kjarnsýrur.

Forkröfur: EFNA3EJ05(ms).

EFNA3LÍ05(ms) - Lífefnafræði

Fjallað er um gerð, eiginleika og efnahvörf helstu byggingarefna, orkuefna lífvera. Farið er ítarlega í sykrur, gerðir þeirra og tengi. Gerð eru próf fyrir sykrur og magn glúkósa í blóði skoðað. Fituefni eru skoðuð, flokkun þeirra, hlutverk og helstu eiginleikar. Skoðuð eru efnahvörf fituefna. Peptíð og prótein eru skoðuð vel, uppbygging þeirra og flokkun. Skoðuð eru ensím, virkni þeirra og hlutverk þeirra í efnaskiptum. Einnig er fjallað um efnaskipti þessara sömu efna í frumum líkamans þar sem helstu niðurbrots- og nýmyndunarferlum er lýst á sameindagrunni. 

Forkröfur: EFNA3LR05(ms).


Síðast uppfært: 04.10.2018