Eðlisfræði

Áfangar í eðlisfræði við MS


EÐLI2AF05(ms) - Aflfræði

Kynning á hraða, hröðun og færslu eftir beinni línu, kynning á krafthugtakinu og lögmálum Newtons, unnið með vektora, kynning á orku- og vinnuhugtakinu, orkuumbreytingum og varðveislu orkunnar, kynning á þrýstingi og lögmáli Arkimedesar, kynning á fyrsta lögmáli varmafræðinnar, unnið með varmahugtakið og varmaskipti auk þess að gasjafnan er kynnt nemendum.

Forkröfur: STÆR2HV05(ms).

EÐLI2EM05(ms) - Eðlisfræði mannsins

Kynning á loft- og vatnsmassa á hreyfingu og við flugvængi, varðveislu orku, orkuþörf mannslíkamans, mismunandi flutningi varma, bylgjuhugtakinu, aflfræði snúnings og atómkjarnanum.

Forkröfur: EÐLI2AF05(ms).

EÐLI2RB05(ms) - Rafmagns og bylgjufræði

Kynning á rafhleðslu, rafkrafti, rafsviði, rafspennu, straumi, viðnámi, rafafli, uppbyggingu rafrása, hreyfingu bylgna og eðli þeirra.

Forkröfur: EÐLI2AF05(ms).

EÐLI3HK05(ms) - Hreyfi- og kraftfræði

Kynning á hreyfingu í tvívídd, skriðþunga- og atlagshugtakinu, tímaafleiðu stöðu og hraða, eðli hringhreyfingar og einfaldrar sveifluhreyfingar, þyngdarlögmáli Newtons og stöðujafnvægi og vægi krafta.

Forkröfur: EÐLI2RB05(ms).

EÐLI3NE05(ms) - Nútíma eðlisfræði

Kynning á hegðun segulsviðs og rafgeisla, hlutverki massagreinis, lögmáli Faradays, riðstraumi og virkri spennu, þéttum, ljósröfun og ljóseindakenningu Einsteins, ýmsum atómlíkönum, kenningu Bohrs og meginatriði í hinni sértæku afstæðiskenningu Einsteins.

Forkröfur: EÐLI3HK05(ms).


Síðast uppfært: 18.06.2018