Danska

Um skipulag náms í dönsku við MS

Nemendur sem lokið hafa grunnskólaprófi og hefja nám við MS með einkunnina B eða hærra hefja nám í dönsku á öðru hæfnistigi. Nemendur sem hefja nám í MS en hafa ekki fengið B eða hærra í dönsku geta þurft að hefja nám í dönsku á fyrsta hæfnistigi (Aðfaranám í dönsku).


Áfangar í dönsku við MS

DANS1GR05(ms) - Aðfaranám í dönsku

Aðfaranám í dönsku. Áfanginn er undanfari DANS2MM05 og er upprifjun á námsþáttum efstu bekkja grunnskóla. Áhersla er lögð á orðaforðatileinkun og beitingu orðaforða í munnlegri og skriflegri tjáningu. Nemendur fá þjálfun í að nota dönsku sem tjáskiptatæki og til að verða virkir og meðvitaðir málnotendur sem hafa þekkingu á dönsku samfélagi nútímans. Lokamarkmið áfangans samsvarar þrepi B1 í matsramma European Language Portfolio.

DANS2MM05(ms) - Lykill að máli og menningu Dana

Nemendur fá  þjálfun í að nota dönsku sem tjáskiptatæki og til að verða virkir og  meðvitaðir málnotendur sem hafa þekkingu á dönsku samfélagi nútímans og  sameiginlegum menningararfi Norðurlandabúa. Lokamarkmið áfangans  samsvarar þrepi B2 í matsramma European Language Portfolio.

Forkröfur: Einkunn B eða hærra á grunnskólaprófi eða hafa lokið DANS1GR05(ms).

DANS2NS05(ms) -Nám og starf í dönsku samfélagi

Stefnt er að því að nemendur verði færir um að taka þátt í dönsku samfélagi, hvort sem er í námi eða starfi. Nemendur fá þjálfun í að nota dönsku sem tjáskiptatæki og til að verða virkir og meðvitaðir málnotendur sem hafa þekkingu á dönsku samfélagi nútímans. Unnið verður með bókmenntatexta og rauntexta, kvikmyndir og fjölmiðlaefni af ýmsu tagi. Kennsla fer fram á dönsku.

Forkröfur: DANS2MM05(ms).

DANS2YL05(ms) - Yndislestur á dönsku

Valáfangi. Þessum áfanga er ætlað að auka lestur nemenda á dönskum bókmenntum. Nemendur velja sér sjálfir verk af lista sem útbúinn er af kennara. Góð kunnátta í dönsku er forsenda farsæls náms í þessum áfanga en þó er áhugi á lestri bókmennta enn mikilvægari.

Forkröfur: DANS2MM05


Síðast uppfært: 04.04.2022