Námsframvinda og val nemenda

Nemendur sem ætla að ljúka námi á þremur árum

Nemandi sem ætlar sér að ljúka námi til stúdentsprófs á þremur námsárum þarf að ljúka 206 feiningum á námstímanum. Þetta þýðir að hann þarf að jafnaði ýmist að ljúka 14 eða 15 bóklegum áföngum á hverju skólaári auk þess að ljúka 6 einingum í íþróttum á þeim tíma.

Nemendur sem ljúka námi á lengri tíma

Nemendur gera sjálfir áætlun um sína námsframvindu og áætluð námslok. Nemanda er frjálst að skipuleggja sitt nám þannig að það taki lengri tíma en þrjú skólaár að ljúka náminu, svo fremi sem hann uppfyllir lágmarkskröfur um námsframvindu.

Lágmarkskröfur um námsframvindu innan skólaárs

Nemandi þarf að ljúka að lágmarki 10 einingum á önn en þó ekki færri en 40 einingum á skólaárinu. Ef nemandi lýkur færri einingum þarf hann að sækja sérstaklega um að halda áfram í fullu námi við skólann. Fyrst þarf nemandinn að ræða við námsráðgjafa og síðan að fylla út sérstakt eyðublað með ósk um áframhaldandi nám.

Nemandi sem ekki uppfyllir lágmarksskilyrði í tilteknum áfanga þarf að endurtaka áfangann ef hann er skylduáfangi en ef svo er ekki hefur hann möguleika á að ljúka öðrum sambærilegum áfanga vilji hann það frekar. Í öllum slíkum tilvikum þarf nemandinn að fá staðfestingu skólans á því hvort áfanginn teljist sambærilegur með tilliti til sérsviðs, hæfniþreps og svo framvegis.

Áhrif slakrar ástundunar á námsframvindu

Skólinn setur ákveðnar reglur um áhrif slakrar ástundunar á námsframvindu. Sjá Reglur um skólasókn

Val nemenda 

Síðast uppfært: 17.04.2018