Námsbrautir

Nokkur atriði um brautirnar

•Námsbrautir hugsaðar frá grunni og horft til þjóðfélagsbreytinga

•Skapandi greinar hluti af almennum kjarna

•Umhverfisfræði hluti af almennum kjarna

•Lýðræði og siðferði hluti almennum kjarna

•Breyttar og stundum auknar kröfur háskólastigs - dýpt haldið í lykilgreinum

•Nemandi geti ráðið sem mestu um sitt eigið nám, samsetningu þess, námstíma og skipulag

•Breytt verklag

•Allt nám skilgreint út frá hæfnikröfum og gert er ráð fyrir að nám fari fram utan veggja kennslustofunnar

•Námsmat endurspeglar áherslu á annars konar námsaðferðir

Félagsfræðabraut- Almenn lýsing

Á félagsfræðabraut er lögð áhersla á menningu, tungumál, sögu og samfélag. Þar fá nemendur tækifæri til að efla samskiptahæfni sína, lýðræðis- og jafnréttisvitund, læsi í víðum skilningi og tjáningu í ræðu og riti.

Á félagsfræðabraut er sérstök áhersla lögð á að nemendur þjálfist í vinnubrögðum sem nýtast þeim í áframhaldandi námi á háskólastigi, einkum á sviði hug- og félagsvísinda, viðskipta- og hagfræðigreina.

Námið er verkefnabundið. Lögð er áhersla á skapandi greinar og umhverfisvitund nemenda. Nemendur á félagsfræðabraut fá tækifæri til að fást við viðfangsefni sem auka hæfni þeirra að þessu leyti. Mikil áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í vönduðum og heiðarlegum vinnubrögðum, styrki og efli málhæfni sína og hæfni sína til að skilja hvernig maðurinn hefur mótandi áhrif á samfélagið og hvernig saga, bókmenntir, listir, félagsfræði og hagfræði túlka og skilgreina þau lögmál sem þar eru að verki.

Hæfniviðmið

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að...

 • lesa, rita, skilja og tjá sig á viðeigandi máta á íslensku og erlendum málum                                                            
 • meta heimildir á sviði félagsfræðagreina á gagnrýninn hátt                                
 • nýta sér almenna og sértæka þekkingu og færni á sviði félagsfræðagreina                                 
 • nýta sér upplýsinga- og samskiptatækni      
 • hugsa og starfa á gagnrýninn og skapandi hátt         
 • sýna sjálfstæði og ábyrgð á eigin námi
 • nýta styrkleika sína og seiglu til að takast á við líf og starf                   
 • eiga málefnaleg samskipti í ræðu og riti                     
 • sýna heiðarleika, virðingu og ábyrgð í samskiptum                                 
 • tileinka sér heilbrigðar lífsvenjur                      
 • virða umhverfið og meta sjálfbærni               
 • virða jafnrétti og fjölbreytileika lífs                     
 • takast á við frekara nám á sviði félagsvísinda, sagnfræði, hagfræði- og viðskiptagreina

Náttúrufræðibraut - Almenn lýsing

Á náttúrufræðibraut er lögð áhersla á góðan skilning á náttúrufræðilegum hugtökum, vísindalegum vinnubrögðum og hugsunarhætti sem nýtist í daglegu lífi.

Á náttúrufræðibraut er sérstök áhersla lögð á að nemendur þjálfist í vinnubrögðum sem nýtast þeim í áframhaldandi námi á háskólastigi, einkum á sviði náttúruvísinda.

 Námið er verkefnabundið. Lögð er áhersla á skapandi greinar, náttúrulæsi og umhverfisvitund nemenda. Á náttúrufræðibrautinni fá nemendur tækifæri til að fást við viðfangsefni sem auka hæfni þeirra að þessu leyti. Mikil áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í vönduðum og heiðarlegum vinnubrögðum, styrki og efli þekkingu og hæfni sína til að skilja hvernig maðurinn er hluti af umhverfi sínu og læri að umgangast náttúruna af ábyrgð og virðingu í anda sjálfbærrar þróunar og að nemendur geri sér grein fyrir því að vísindi og tækni eru mannanna verk, hugmyndir í stöðugri þróun og mikilvægi þess að allir skilji að þeir geti haft áhrif.

Hæfniviðmið

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að...

 • lesa, rita, skilja og tjá sig á viðeigandi máta á íslensku og erlendum málum
 • meta heimildir á sviði náttúrufræðigreina á gagnrýninn hátt
 • nýta sér almenna og sértæka þekkingu og færni á sviði náttúrufræðigreina og stærðfræði
 • nýta sér upplýsinga- og samskiptatækni
 • hugsa og starfa á gagnrýninn og skapandi hátt
 • sýna sjálfstæði og taka ábyrgð á eigin námi
 • nýta styrkleika sína og seiglu til að takast á við líf og starf
 • eiga málefnaleg samskipti í ræðu og riti
 • sýna heiðarleika, virðingu og ábyrgð í samskiptum
 • tileinka sér heilbrigðar lífsvenjur
 • virða umhverfið og meta sjálfbærni
 • virða jafnrétti og fjölbreytileika lífs
 • takast á við frekara nám á sviði náttúruvísinda, heilbrigðisvísinda og verkfræði

Uppbygging brauta innan hverrar námslínu út frá fjölda f-einingaFélagsfræðabraut

NáttúrufræðibrautFélagsfræði-sögu línaHagfræði- stærðfræðilínaLíffræði- efnafræði línaEðlisfræði- stærðfræðilína
1.Tungumál60605555
2.Félagsgreinar85702020
3.Raungreinar556550
4.Stærðfræði15302540
5.Listgreinar5555
6.Önnur sérhæfing15151515
7.Frjálst val15151515
8.Íþróttir6666

Samtals:206206206206


Uppbygging námsbrauta með skiptingu eininga í kjarna, brautarkjarna, sérhæfingu og frjálst valÁ undirsíðu er hægt að skoða leiðbeinandi skipulag náms yfir þrjú námsár og hvaða áfangar þetta eru og hvert hæfniþrep þeirra er. Inntak áfanga og markmið þeirra er að finna undir Námið/ Námsgreinar.

Skýring: Fjöldi áfanga og eininga sem nemendur taka á hverju námsári er bara leiðbeinandi. Nemendur geta bæði tekið fleiri eða færri einingar á hverju námsári og vinnuálag á einstökum önnum er einnig mismikið. Þar sem nemendur ráða all nokkru um eigin námsframvindu er algengt að heildarfjöldi anna í námi til stúdentsprófs við skólann sé breytilegur. Nemendur skipuleggja nám sitt, og endurskipuleggja, á matsdögum.

Síðast uppfært: 02.12.2021