Innritun

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á menntagáttinni fyrir haustönn 2021 sem hefst þann 27. ágúst næstkomandi.  Nýnemar geta sótt um tvær námsbrautir. Lokainnritun er frá 6. maí til 10. júní 2021. 

Innritun eldri nemenda stendur frá 5. apríl til 31. maí. Umsækjendur undir lögaldri hafa forgang í ferlinu en einnig er litið til námsframvindu, ástundunar og einkunna við röðun umsókna.  Fjöldi lausra plássa er takmarkaður og afmarkast af heimild skólans hvað varðar nemendafjölda í skólanum. Innritun fer eingöngu fram í gegnum menntagátt og verður öllum umsóknum eldri nemenda svarað skriflega þegar niðurstaða liggur fyrir.

 Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans (https://www.msund.is/namid/namsbrautir).

 Upplýsingar um skólann og áherslur í skólastarfinu, umsóknarskilyrði, innritunarferlið og lágmarkskröfur er að finna undir "Fræðsluefni/Kynningarefni fyrir grunnskólanemendur og forráðamenn  [ Sjá nánar....]

Um innritun í  MS 2021

kynning MS 2021 innritunarmal-Tímasett.pdf


Síðast uppfært: 20.09.2021