Hertar sóttvarnarreglur-grímuskylda

Kæru nemendur.
Í ljósi aukinna smita í samfélaginu þá hafa tekið gildi hertar sóttvarnarreglur innan skólans. Þær eru í samræmi við reglugerð heilbrigðisráðherra sem er von á.
Frá og með mánudeginum 8. nóvember er grímuskylda í MS. Grímur verða aðgengilegar við tvo innganga skólans og minnum við alla á að gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Við hvetjum hins vegar alla til að nota margnota grímur.
Ef nemendur eru með einkenni COVID-19 þá á ekki undir neinum kringumstæðum að koma í skólann heldur fara í COVID-próf og tilkynna forföll í INNU.
Til að tryggja að skólahald gangi vel næstu vikur er mikilvægt að við leggjumst á eitt og sinnum sérstaklega vel einstaklingsbundnum sóttvörnum.