Viðurkenning umhverfisstofnunar til MS vegna Grænna skrefa í ríkisrekstri

Menntaskólinn við Sund hlaut í dag viðurkenningu Umhverfisstofnunar vegna verkefnisins Græn skref í ríkisrekstri og fékk hann skjal upp á að hafa lokið 4 skrefum af 5 í þessu stórkostlega verkefni.  Skólinn hafði áður fengið viðurkenningu fyrir að hafa lokið fyrstu tveimur skrefunum.

Frá afhendingu viðurkenningar: Ásdís Nína Magnúsdóttir frá Umhverfisstofnun afhendir rektor MS viðurkenningu til skólans fyrir að hafa lokið fyrstu 4 skrefunum í Grænum skrefum í ríkisrekstri.

Við í MS erum ákaflega stolt af þessari viðurkenningu og þakklát sérfræðingum Umhverfisstofnunar fyrir þeirra stuðning, aðstoð og leiðbeiningar. Þegar er hafin vinna að því að því að uppfylla fimmta og síðasta skrefið en það skref mun aðeins varða leið skólans á þeirri vegferð að fræða og upplýsa nemendur MS og þá sem síðar koma um mikilvægi sjálfbærni og náttúruverndar.

Hér á heimasíðu skólans má fræðast örlítið um starf skólans á sviði umhverfismála sem nær í reynd nú orðið til allrar starfseminnar [Menntaskólinn við Sund (msund.is) ]