Vetrarsólstöður - birtan er framundan

Í dag, 21. desember eru vetrarsólstöður. Þá er sól lægst á lofti og skammdegið mest. Það eru því bjartari tímar framundan og vonandi verður það ekki bara sólin sem færir okkur birtu í lífið. Það er mikil tilhlökkun tengd því að fá skólann aftur fullan af nemendum. Við söknum allra nemenda MS og munum bjóða þá velkomna um leið og  reglur og Covid leyfa.