Vetrarönn lýkur

Vetrarönn í þriggja anna kerfinu lýkur 16. febrúar 2018.  

Matsdagar verða mánudaginn 12. febrúar og þriðjudaginn 13. febrúar og má sjá dagskrá fyrir sjúkrapróf og sérstök verkefni hér.   Einkunnir vetrarannar munu svo birtast á INNU kl. 20:00 miðvikudaginn 14. febrúar.  

Fimmtudaginn 15. febrúar verður námsmatssýning fyrir nemendur í þriggja anna kerfinu frá kl. 12:30-13:30 og um kvöldið er árshátíð allra nemenda í MS.   

Engin kennsla verður föstudaginn 16. febrúar en þá er matsdagur hjá nemendum í báðum kerfum.   

Vorönn í þriggja anna kerfi hefst svo mánudaginn 19. febrúar kl. 10:00 með umsjónarfundi