Upplýsingar fyrir væntanlega umsækjendur um skólavist - opið hús

Upplýsingar um námið í MS er að finna hér á heimasíðunni. Bæði eru upplýsingar um uppbyggingu og sérkenni námsbrauta við MS [Sjá] og inntak og skipulag einstakra námsgreina. [Sjá]

Upplýsingar um þriggja anna kerfið er einnig að finna undir Námið [Sjá] 

Upplýsingar um innritun og innritunarferlið er síðan að finna undir Fræðsluefni [Sjá]

Áhugasamir eru hvattir til þess að koma á opið hús í MS sem verður haldið 14. mars klukkan 17-19. Þar verður m.a. hægt að skoða aðstöðuna í skólanum, hitta starfsfólk og nemendur,  að fræðast nánar um skólann, námið, félagslífið og þriggja anna kerfið.