Ungt umhverfisfréttafólk í MS

Þær Arna Maren, Júlía Marín og Sara Dögg , nemendur í umhverfisfræðiáfanga í MS, höfnuðu í dag 2. sæti í verkefnasamkeppninni Ungt umhverfisfréttafólk sem Landvernd rekur hér á landi.

Ungt umhverfisfréttafólk er vettvangur fyrir nemendur til að kynna sér umhverfismál og koma upplýsingum á framfæri á skapandi hátt.

Verðlaunin fengu þær fyrir vefsíðuna Fatasóun sem þær gerðu í umhverfisfræði.

Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!

Á myndinni hér fyrir ofan eru þær Arna Maren, Júlía Marín og Sara Dögg ásamt umhverfisfræðikennara sínum, Kristbjörgu