Umsjónarfundur fyrir nýnema og valdagurinn 16. október 2020

Í dag kl. 12:30-13:00 verður umsjónarfundur hjá nýnemum á TEAMS.

Umsjónarkennarar boða umsjónarnemendur sína á fund með fundarboði eða hlekk á fund á Teams. Fundarboðið gæti borist í tölvupósti eða sem tilkynning frá umsjónarkennara á Námsnetinu.

Tilefni umsjónarfundarins er kynning á námslínum í skólanum og eiga nýnemar í kjölfarið að velja sér námslínu. Nemendur á félagsfræðabraut velja á milli félagsfræði-sögu eða hagfræði-stærðfræði námslínu og nemendur á náttúrufræði velja annaðhvort líffræði-efnafræði eða eðlisfræði-stærðfræði námslínu.  Nemendur fá tölvupóst með tengli (link) frá skólanum í dag með valblaðinu sem er rafrænt. Nemendur verða að fylla inn í valblaðið fyrir klukkan 20:00 sunnudaginn 18.10.2020. Æskilegt er að forráðamenn setjist niður með nemendum og skoði með þeim upplýsingar um námslínur.