Þrjú fyrirtæki MS í úrslit í JA-keppni ungra frumkvöðla 2022

Þrjú fyrirtæki í Fyrirtækjasmiðju MS eru komin í 33 fyrirtækja úrslit af 124 fyrirtækjum sem tóku þátt í JA-keppni ungra frumkvöðla 2022.

Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og óskum þeim góðs gengis í framhaldinu.

Næstu áskoranir hjá þeim eru dómaraviðtöl og kynning á stóra sviði Arion banka Borgartúni 19 þann 29. apríl kl. 15 - 18:30. Það eru því lærdómsríkir og spennandi tímar framundan hjá þeim!

Fyrirtækin eru: 
 Apakettir sem framleiðir Apa úr sokkum
 Haf vítamín sem framleiðir vítamín í gelformi úr íslenskum sjávargrösum
 Slíp sem framleiðir glasamottur úr afgangs flísum