Stundatöflur nemenda og töflubreytingar í INNU

Búið er að opna fyrir stundatöflur nemenda í INNU.

Opið er fyrir óskir um töflubreytingar sem fara fram í Innu og standa til kl. 16:00 mánudaginn 30. ágúst.

Nemendur eru beðnir um að kynna sér vel leiðbeiningar hér fyrir neðan um töflubreytingar.

Nær allir hópar eru orðnir fullir og því lítið svigrúm til töflubreytinga. Mikilvægt er að hafa í huga að ósk um töflubreytingu er eingöngu tekin til skoðunar ef nemandi:

  1. telur sig vera með ranga áfanga í töflu miðað við námslínu og val.
  2. er með færri en 5 áfanga í töflu og það tefur námslok á næstu önnum (gildir þó ekki um nemendur sem eru í námsframvinduúrræði)
  3. er í eða búin/n með fjarnám í sama áfanga og er í töflu nemanda

Þegar óskað er eftir töflubreytingu er mikilvægt að eitt eða fleiri ofangreindra atriða sé skráð sem skýring (nóg að skrifa númer 1, 2 eða 3).

Nemendur sem eru í útskriftarfæri á haustönn 2021 geta haft samband námsbrautastjóra eða kennslustjóra í gegnum tölvupóst, ef ráðgjafar er þörf.

Sjá hér leiðbeiningar um töflubreytingar í Innu. Ósk um töflubreytingar - leiðbeiningar.pdf