Stoðþjónusta í MS á tímum Covid - staðan núna

Skólinn vill vekja athygli á því að þó svo að allt bóklegt nám í MS sé í fjarnámi er stoðþjónusta skólans til staðar fyrir nemendur. Þjónustan er þó með öðrum hætti en í venjulegu árferði. Nemendur MS eru hvattir til þess að hika ekki við að leita eftir stuðningi og nýta sér þá þjónustu sem er í boði. Hafið samband við okkur frekar oftar en ekki.

Námsráðgjöf  Námsráðgjafar skólans eru tveir, Björk Erlendsdóttir og Hildur Halla Gylfadóttir. Hægt er að senda á þær erindi í tölvupósti og jafnframt er hægt að bóka hjá þeim rafrænan fund. Netfang námsráðgjafarinnar er namsradgjof@msund.is en einnig er hægt að panta símtal við þær með því að hringja á skrifstofu skólans í síma 5807300 eða senda beiðni þar um á netfangið msund@msund.is.

Bókasafn skólans Þó svo að þjónusta á bókasafninu sé takmörkuð núna þá er hægt að panta á safninu gögn til útláns. Erindi þar um skal senda á forstöðumann safnsins, Kristínu Konráðsdóttur. Netfang hennar er kristink(hjá)msund.is. Beinn sími á bókasafninu er 580-7311. (Sjá nánar um bókasafn skólans hér).

Skrifstofa skólans Skrifstofan er opin mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga  frá 8 til 16.  Á miðvikudögum og föstudögum lokar skrifstofan klukkan 14:50. Síminn er 5807300. Skrifstofustjóri er Dögg Árnadóttir. Einnig er hægt að senda erindi til skólans á netfangið msund@msund.is.

Tölvu og tækniaðstoð Hægt er að senda erindi er snúa að tæknimálum eins og aðgengi að námsneti, INNU og tölvukerfi skólans á netfangið tolvuumsjon@msund.is.