Staða innritunarmála í MS

Menntaskólinn við Sund hefur afgreitt umsóknir eldri nemenda sem sækja um skólavist. Búið er að fara yfir umsóknir nýnema um skólavist og vinna úr þeim. Gögn hafa verið send í miðlæga keyrslu og þegar Menntamálastofnun gefur skólunum heimild til verður þeim sem fá skólavist í MS sendir greiðsluseðlar fyrir skólagjöldum en greiðsla þeirra fyrir eindaga er jafnframt staðfesting viðkomandi að hann þiggi skólavist. Það verða 234 nýnemar sem fá skólavist að þessu sinni, 130 á félagsfræðabraut og 104 á nátturufræðibraut.

Umsóknir þeirra sem sóttu um MS í fyrsta sæti, en fá ekki skólavist að þessu sinni, eru sendar rafrænt í þá skóla sem viðkomandi valdi sem annað val.