Staða innritunar í framhaldsskólum

Innritun nýnema er stýrt af Menntamálastofnun. Samkvæmt þeim upplýsingum sem skólinn hefur fengið þaðan er innritun nýnema vorið 2021 ekki lokið og hefur Menntamálastofnun gefið út að niðurstöður verði formlega birtar þann 28. júní næstkomandi. Öllum fyrirspurnum varðandi innritun verður því að beina til Menntamálastofnunar, Menntaskólinn við Sund hefur hvorki gögn né heimild til að svara slíkum fyrirspurnum.