Skuggakosningar 9. september

Skuggakosningar fara fram á morgun, fimmtudaginn 9. september. Skólinn tekur að sjálfsögðu þátt og hefur málfundafélag SMS tekið að sér verkefnið með stuðningi Bjargar Hjartardóttur og sinnt því með sóma. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna hafa kíkt í heimsókn undanfarið og att kappi við góðan orðstír og vonum við að sem flestir nemendur hafi myndað sér skoðun og taki þátt og kjósi á morgun. 

Kjörstaður verður í Skálholti og verður opið frá klukkan 10.00 til 15.00.  Formaður kjörstjórnar er Magnea Eiðsdóttir.