Skólinn okkar á afmæli í dag - 51 ár er frá stofnun hans

Í dag, 1. október 2020 á skólinn okkar 51 ára afmæli. Fyrstu árin var hann til húsa í Miðbæjarskólanum niðri við Tjörn og bar heitið Menntaskólinn við Tjörnina en nafni skólans var breytt 1977 þegar skólinn var fluttur í Gnoðarvoginn þar sem hann fékk húsnæði sem áður hafði tilheyrt Vogaskóla. Þær byggingar voru reistar á árunum 1958 til 1966 og var Einar Sveinsson arkitekt að þeim byggingum sem risu í fjórum áföngum. Nánar má lesa um sögu skólans á vef msund.is (Sjá nánar).