Skólastarf á morgun, föstudaginn 14. febrúar fellur niður vegna rauðrar viðvörunar - kennsla á mánudaginn

Þar sem búið er að uppfæra viðbúnaðarstig veðurspár fyrir höfuðborgarsvæðið úr appelsínugulu í rautt hefur verið ákveðið að fella niður í MS kennslu á morgun, föstudaginn 14. febrúar. Vegna þessa færist dagskrá föstudagsins fram yfir helgina og verður kennsla á mánudaginn samkvæmt stundatöflu föstudags og færast öll próf og verkefni sem áttu að verða á morgun, föstudag, yfir á mánudaginn. Nánar um þetta í pósti til nemenda og forráðamanna þeirra. Rektor